Handbolti

Gísli Þorgeir byrjaður að æfa með Kiel: „Er bjartsýnn á framhaldið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik gegn Þýskalandi á HM í janúar.
Gísli Þorgeir í leik gegn Þýskalandi á HM í janúar. vísir/getty
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er óðum að ná fyrri styrk eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl eftir HM í byrjun árs.

„Þetta er búið að vera langt og erfitt ferli. En ég er byrjaður að æfa með liðinu undanfarna daga. Það hefur gengið vel og þetta lítur allt vel út, þannig að ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Gísli í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportpakkanum.

Gísli tók þátt í kveðjuleik Alfreðs Gíslasonar í Kiel á föstudaginn. Gísli vonast til að vera kominn á fulla ferð á næstunni en segist þurfa að vera þolinmóður.

„Ég er kominn 80-90% áfram en ferlið er ekki búið. Frá upphafi var sagt að það tæki 6-8 mánuði að fínpússa öxlina ef svo má að orði komast; að kasthreyfingin verði eins og hún var áður,“ sagði Gísli sem vonast til að vera orðinn klár þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst eftir tæpan mánuð.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Gísli Þorgeir nálgast fyrri styrk
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×