Frumkvöðull í kynjaveislum efins um ágæti þeirra í dag Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2019 21:23 Kynjaveislur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár þar sem kyn barnsins er tilkynnt með annað hvort bleikum eða bláum lit. Vísir/Getty Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49