Átti erfitt með að trúa því að hún hefði sett heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 12:30 Dalilah Muhammad eftir hlaupið þar sem hún sló sextán ára gamalt heimsmet. Getty/Jamie Squire Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira