Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:41 Fyrirtæki sem reka vefsíður eru talin bera sameiginlega ábyrgð á upplýsingum sem Facebook-tengjur safna um notendur. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur. Facebook Persónuvernd Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur.
Facebook Persónuvernd Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira