Varla ský á himni á miðvikudag, ef spárnar ganga eftir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2019 22:41 Raufarhöfn virðist hafa dregið stutta stráið þegar kemur að veðurblíðu vikunnar. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira