Snarhækka verðmat sitt á Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2019 07:00 Orri Hauksson, forstjóri Símans Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira