Kæri kennari Bjarni Karlsson skrifar 10. júlí 2019 09:30 Í veðurblíðu undanfarinna vikna hef ég, kennarasonurinn, glaðst yfir því að kennarar njóti góðra daga í sumarleyfinu. Ég man hve þreyttir foreldrar mínir voru í lok vetrar þegar ég var barn og unglingur og veit að það er lífsspursmál fyrir þessa stétt að endurnýja krafta sína. Fátt man ég úr skólabókunum í Vogaskóla en ég er ævinlega þakklátur kennaranum mínum, Þórnýju Þórarinsdóttur, sem aldrei lét sér á sama standa en hélt ró sinni og leiddi þetta óstýriláta krakkastóð af hjartans áhuga, festu og víðsýni. Viðfangsefni kennara er flóknara nú en nokkru sinni því aldrei hefur framtíðin verið óráðnari og erfitt að segja hvað kenna skuli ungmennum til að búa þau undir komandi tíma. En, kæri kennari, þegar þú gengur á grænu grasi, heyrir nið vatna, söng fugla og ilm af hafi og mold svo að þreyta liðins vetrar líður frá og leikgleðin endurnýjast. Vittu þá að þú mátt svo innilega hvílast og gleyma öllu ati því þú ert þú sjálf(ur) aðal kennslugagnið. Ef þér auðnast að lifa af í starfi, festast hvorki né flosna en vera í sífellu að undrast og uppgötva, þá er það þinn stóri faglegi sigur. Og gæti hugsast að einmitt þetta sé það sem kenna skuli? Gæti verið að kennsluáætlunin ætti að vera sú að gefa ungu fólki kost á að varðveita kjarna sinn og kunna skil á endurnærandi leik í opnum tengslum við náttúruna? Nú þegar við vitum að gróðaþrá og sjálfshyggja menningarinnar er helvegur en lífslistin byggir á þekkingu á vistkerfistengslum og samvinnu. Ættum við þá ekki öll að mæta nýrri kynslóð af auðmýkt með það í huga að læra með þeim nýja siði; nýjan leik þar sem egóið er ekki aðal, sigur og tap eru aukaatriði en þekking á samhengi er markvisst þróuð og enginn lætur sér á sama standa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Skóla - og menntamál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun
Í veðurblíðu undanfarinna vikna hef ég, kennarasonurinn, glaðst yfir því að kennarar njóti góðra daga í sumarleyfinu. Ég man hve þreyttir foreldrar mínir voru í lok vetrar þegar ég var barn og unglingur og veit að það er lífsspursmál fyrir þessa stétt að endurnýja krafta sína. Fátt man ég úr skólabókunum í Vogaskóla en ég er ævinlega þakklátur kennaranum mínum, Þórnýju Þórarinsdóttur, sem aldrei lét sér á sama standa en hélt ró sinni og leiddi þetta óstýriláta krakkastóð af hjartans áhuga, festu og víðsýni. Viðfangsefni kennara er flóknara nú en nokkru sinni því aldrei hefur framtíðin verið óráðnari og erfitt að segja hvað kenna skuli ungmennum til að búa þau undir komandi tíma. En, kæri kennari, þegar þú gengur á grænu grasi, heyrir nið vatna, söng fugla og ilm af hafi og mold svo að þreyta liðins vetrar líður frá og leikgleðin endurnýjast. Vittu þá að þú mátt svo innilega hvílast og gleyma öllu ati því þú ert þú sjálf(ur) aðal kennslugagnið. Ef þér auðnast að lifa af í starfi, festast hvorki né flosna en vera í sífellu að undrast og uppgötva, þá er það þinn stóri faglegi sigur. Og gæti hugsast að einmitt þetta sé það sem kenna skuli? Gæti verið að kennsluáætlunin ætti að vera sú að gefa ungu fólki kost á að varðveita kjarna sinn og kunna skil á endurnærandi leik í opnum tengslum við náttúruna? Nú þegar við vitum að gróðaþrá og sjálfshyggja menningarinnar er helvegur en lífslistin byggir á þekkingu á vistkerfistengslum og samvinnu. Ættum við þá ekki öll að mæta nýrri kynslóð af auðmýkt með það í huga að læra með þeim nýja siði; nýjan leik þar sem egóið er ekki aðal, sigur og tap eru aukaatriði en þekking á samhengi er markvisst þróuð og enginn lætur sér á sama standa?
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun