Viðskipti innlent

Lægstu vextir á landinu

Ari Brynjólfsson skrifar
Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarformaður LIVE.
Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarformaður LIVE. Fréttablaðið/Valli
Óverðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækka nú um miðjan mánuð um tæplega eitt prósentustig og fara úr 6,12 prósent í 5,14 prósent. Verða þetta þá lægstu vextir sem í boði eru á slíku lánaformi. Þetta er í samræmi við lánareglur sjóðsins sem kveða á um að miðað sé við vexti á ríkisskuldabréfum undanfarna þrjá mánuði með álagi.

Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarformaður LIVE, segir ánægjulegt að geta lækkað vexti.

„Við erum á sömu leið og aðrir með lækkun vaxta. Stýrivaxtalækkun Seðlabankans hefur mikið að segja um óverðtryggða vexti og nú höfum við tækifæri til að lækka.Því hefur verið haldið fram að þessi stjórn sé á móti vaxtalækkunum, svo er aldeilis ekki.“

Ólíkt mörgum öðrum lífeyrissjóðum er lágur þröskuldur til að fá lán. „Lántakandi þarf bara að hafa borgað í sjóðinn, þetta er mjög opið hjá okkur hvað það varðar.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×