Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Drengurinn var lagður inn á Barnaspítala Hringsins í gær. Mynd/freyr Ólafsson Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30