Segir of fáa nýta sér séreignarsparnað Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Fréttablaðið/Ernir Of fáir eru að nýta séreignarsparnað, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið um 60 prósent launþega. Einungis 20 prósent þeirra sem greiða í séreignarsparnað nýta heimild til að greiða af húsnæðisláni eða safna fyrir útborgun. Hann slær þann varnagla að mögulega hafi fjöldi erlends vinnuafls áhrif á hlutfall þeirra sem greiða í séreignarsparnað. „Það vekur sérstaka athygli hve fáir nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Það er mikil kjarabót því launþegar fá viðbótarframlag frá vinnuveitanda og sparnaðurinn fer skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins. Það má því líta á úrræðið sem launahækkun,“ segir hann. Greiddur er skattur af lífeyrissparnaði við útgreiðslu. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Launþegar leggja fyrir tvö til fjögur prósent af launum sínum og fá tveggja prósenta viðbótarframlag frá vinnuveitanda. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nýta nú um 30 þúsund manns heimild til að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Þar af eru um 23 til 26 þúsund einstaklingar sem nýta leiðina til að greiða inn á húsnæðislán en hinir eru að safna fyrir útborgun til íbúðarkaupa. Miðað við það nýta einungis um 15 prósent fólks á vinnumarkaði þessa leið. Frá árinu 2014 höfðu tæplega 56 þúsund einstaklingar einhvern tímann ráðstafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ólafur segir að um 120 þúsund einstaklingar greiði í séreign. Um 20 prósent þeirra nýta heimild til að greiða inn á fasteignalán en miðað við það hefur hlutfallið verið tæplega 50 prósent þegar best lét. Samkvæmt greinargerð með lagafrumvarpi sem á að framlengja úrræðið til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt 56 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána sinna frá árinu 2014. Fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem birt var árið 2013 að tekjur þeirra sem spara í séreignarlífeyrissparnaði væru mun hærri en hinna sem gerðu það ekki. „Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki spara eru einhleypir meðan hlutfall einhleypra fasteignaeigenda í hópi þeirra sem spara er 30 prósent,“ segir í skýrslunni. Ríkisskattstjóri hafði ekki til reiðu upplýsingar um hvaða tekjubil það sé sem nýti í minnstum mæli þann möguleika að greiða inn á húsnæðislán. Ólafur segir að skynsamlegt sé fyrir alla aldurshópa að greiða inn á lán eða nýta sér úrræðið til að safna fyrir innborgun á heimilið. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði á húsnæðislán til ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir sem vilja nýta úrræðið áfram verði sjálfir að sækja um það. „Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að gera það fyrir sjóðfélaga,“ segir hann. Í ljósi þess hve lágt hlutfall launamanna safnar séreignarsparnaði vekur Ólafur athygli á að mikið framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í boði er að greiða í 74 mismunandi séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum. Hver og einn ætti að geta valið sér sparnaðarleið sem hentar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Of fáir eru að nýta séreignarsparnað, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið um 60 prósent launþega. Einungis 20 prósent þeirra sem greiða í séreignarsparnað nýta heimild til að greiða af húsnæðisláni eða safna fyrir útborgun. Hann slær þann varnagla að mögulega hafi fjöldi erlends vinnuafls áhrif á hlutfall þeirra sem greiða í séreignarsparnað. „Það vekur sérstaka athygli hve fáir nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Það er mikil kjarabót því launþegar fá viðbótarframlag frá vinnuveitanda og sparnaðurinn fer skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins. Það má því líta á úrræðið sem launahækkun,“ segir hann. Greiddur er skattur af lífeyrissparnaði við útgreiðslu. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Launþegar leggja fyrir tvö til fjögur prósent af launum sínum og fá tveggja prósenta viðbótarframlag frá vinnuveitanda. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nýta nú um 30 þúsund manns heimild til að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Þar af eru um 23 til 26 þúsund einstaklingar sem nýta leiðina til að greiða inn á húsnæðislán en hinir eru að safna fyrir útborgun til íbúðarkaupa. Miðað við það nýta einungis um 15 prósent fólks á vinnumarkaði þessa leið. Frá árinu 2014 höfðu tæplega 56 þúsund einstaklingar einhvern tímann ráðstafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ólafur segir að um 120 þúsund einstaklingar greiði í séreign. Um 20 prósent þeirra nýta heimild til að greiða inn á fasteignalán en miðað við það hefur hlutfallið verið tæplega 50 prósent þegar best lét. Samkvæmt greinargerð með lagafrumvarpi sem á að framlengja úrræðið til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt 56 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána sinna frá árinu 2014. Fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem birt var árið 2013 að tekjur þeirra sem spara í séreignarlífeyrissparnaði væru mun hærri en hinna sem gerðu það ekki. „Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki spara eru einhleypir meðan hlutfall einhleypra fasteignaeigenda í hópi þeirra sem spara er 30 prósent,“ segir í skýrslunni. Ríkisskattstjóri hafði ekki til reiðu upplýsingar um hvaða tekjubil það sé sem nýti í minnstum mæli þann möguleika að greiða inn á húsnæðislán. Ólafur segir að skynsamlegt sé fyrir alla aldurshópa að greiða inn á lán eða nýta sér úrræðið til að safna fyrir innborgun á heimilið. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði á húsnæðislán til ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir sem vilja nýta úrræðið áfram verði sjálfir að sækja um það. „Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að gera það fyrir sjóðfélaga,“ segir hann. Í ljósi þess hve lágt hlutfall launamanna safnar séreignarsparnaði vekur Ólafur athygli á að mikið framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í boði er að greiða í 74 mismunandi séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum. Hver og einn ætti að geta valið sér sparnaðarleið sem hentar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira