Fagnar komu landsliðsfyrirliðans Benedikt Bóas skrifar 11. júlí 2019 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir vísir/vilhelm „Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira