Umfjöllun: Molde - KR 7-1 │KR fékk útreið í Noregi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 18:45 KR-ingar fagna fyrr í sumar. vísir/bára KR-ingar eru úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að liðið fékk skell í fyrri leiknum gegn norska toppliðinu, Molde, á útivelli í kvöld. Staðan var 4-0 í hálfleik en leiknum lauk 7-1. Vesturbæjarliðið er með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar en liðið gerði eina breytingu fyrir leik dagsins. Skúli Jón Friðgeirsson kom inn í liðið fyrir Atla Sigurjónsson og við það færðist Kennie Chopart framar. Skúli fór í bakvörðinn. KR átti fyrstu færi leiksins. Þeir voru hættulegir á fyrstu mínútunum og þrjú hættuleg skot en það var eins köld vatnsgusa á sjöttu mínútu er Leke James skoraði eftir stórkostlega spilamennsku norska liðsins. Á 29. mínútu tvöfölduðu þeir forystuna eftir hornspyrnu. Etzas Hussain skoraði þá og innan við tveimur mínútum síðar var staðan orðinn 3-0. Aftur var það hornspyrna sem skilaði því markið og KR-ingar þremur mörkum undir eftir hálftíma. Norska liðið, sem Ole Gunnar Solskjær stýrði um tíma, spilar glæsilegan fótbolta og er ljóst að KR voru einkar óheppnir í drættinum í forkeppninni.Glæsileg spilamennska í bland við öflug föst leikatriði Fjórða mark fyrri skoraði Leke James er hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Molde. Markið kom á 41. mínútu eftir glæsilega spilamennsku. KR-ingar því fjórum mörkum undir í hálfleik og ljóst að einvíginu var nánast lokið eftir 45 mínútur af 180. Það var því ljóst að í síðari hálfleik yrði þetta spurning um stoltið hjá Vesturbæjarliðinu. Í síðari hálfleik róaðist leikurinn til muna. Heimamenn í Molde réðu áfram ferðinni en KR-ingar reyndu að setja heimamenn undir meiri preessu en í fyrri hálfleiknum. Magnus Wolff Eikrem, fyrirliði Molde, tók allar hornspyrnur liðsins og þau voru mikil gæði í þeim. Þriðja markið eftir hornspyrnu og fimmta mark Molde kom á 63. mínútu er Vegard Forren skoraði. Hörmuleg dekkning hjá KR og Forren skoraði. Veislu norska liðsins var ekki lokið. Þeir skoruðu sjötta markið þremur mínútum síðar en Tobias Thomsen klóraði í bakkann fyrir KR með laglegu skallamarki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Ohi Omoijuanfo skoraði síðasta mark leiksins og lokatölur 7-1. Liðin mætast aftur að viku liðinni í Vesturbænum og það er ljóst að þar munu KR-ingar einungis leika upp á stoltið því þessu einvígi er lokið. Evrópudeild UEFA
KR-ingar eru úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að liðið fékk skell í fyrri leiknum gegn norska toppliðinu, Molde, á útivelli í kvöld. Staðan var 4-0 í hálfleik en leiknum lauk 7-1. Vesturbæjarliðið er með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar en liðið gerði eina breytingu fyrir leik dagsins. Skúli Jón Friðgeirsson kom inn í liðið fyrir Atla Sigurjónsson og við það færðist Kennie Chopart framar. Skúli fór í bakvörðinn. KR átti fyrstu færi leiksins. Þeir voru hættulegir á fyrstu mínútunum og þrjú hættuleg skot en það var eins köld vatnsgusa á sjöttu mínútu er Leke James skoraði eftir stórkostlega spilamennsku norska liðsins. Á 29. mínútu tvöfölduðu þeir forystuna eftir hornspyrnu. Etzas Hussain skoraði þá og innan við tveimur mínútum síðar var staðan orðinn 3-0. Aftur var það hornspyrna sem skilaði því markið og KR-ingar þremur mörkum undir eftir hálftíma. Norska liðið, sem Ole Gunnar Solskjær stýrði um tíma, spilar glæsilegan fótbolta og er ljóst að KR voru einkar óheppnir í drættinum í forkeppninni.Glæsileg spilamennska í bland við öflug föst leikatriði Fjórða mark fyrri skoraði Leke James er hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Molde. Markið kom á 41. mínútu eftir glæsilega spilamennsku. KR-ingar því fjórum mörkum undir í hálfleik og ljóst að einvíginu var nánast lokið eftir 45 mínútur af 180. Það var því ljóst að í síðari hálfleik yrði þetta spurning um stoltið hjá Vesturbæjarliðinu. Í síðari hálfleik róaðist leikurinn til muna. Heimamenn í Molde réðu áfram ferðinni en KR-ingar reyndu að setja heimamenn undir meiri preessu en í fyrri hálfleiknum. Magnus Wolff Eikrem, fyrirliði Molde, tók allar hornspyrnur liðsins og þau voru mikil gæði í þeim. Þriðja markið eftir hornspyrnu og fimmta mark Molde kom á 63. mínútu er Vegard Forren skoraði. Hörmuleg dekkning hjá KR og Forren skoraði. Veislu norska liðsins var ekki lokið. Þeir skoruðu sjötta markið þremur mínútum síðar en Tobias Thomsen klóraði í bakkann fyrir KR með laglegu skallamarki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Ohi Omoijuanfo skoraði síðasta mark leiksins og lokatölur 7-1. Liðin mætast aftur að viku liðinni í Vesturbænum og það er ljóst að þar munu KR-ingar einungis leika upp á stoltið því þessu einvígi er lokið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti