Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. júlí 2019 12:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undrast að þjóðir sem viðhafi sömu gildi og Íslendingar hvað mannréttindi varði hafi sumar hverjar ekki greitt atkvæði með tillögunni. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að nokkur lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Ályktunin var samþykkt með átján atkvæðum gegn fjórtán en fimmtán þjóðir sátu hjá. „Þetta er mjög ánægjulegt og mjög góðar fréttir, fyrst og fremst í baráttunni fyrir mannréttindum og líka fyrir okkur Íslendinga að sú vinna sem við erum að vinna á alþjóðlegum vettvangi er að skila árangri,“ segir Guðlaugur Þór. Mannréttindaráðið eigi ekki að vera einhver spjallklúbbur. Þar eigi að passa upp á mannréttindi í heiminum og undrast Guðlaugur Þór að mörg lönd, sem byggi á sömu gildum og Íslendingar, hafi ekki greitt atkvæði með tillögunni. 47 þjóðir innan Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í mannréttindaráðinu hverju sinni. Meðal landa sem greiddu ekki atkvæði með tillögu Íslands eru Japan, Chile og Suður-Afríka. Þá greiddu Ungverjaland og Indland gegn tillögunni.Niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar má sjá á myndinni hér að neðan.Japan var meðal þeirra þjóða sem sat hjá.Hófsöm ályktun Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. „Það gerist auðvitað ekkert nema stjórnvöld á Filippseyjum spili með. Það hefur verið vandinn. Þau hafa ekki verið tilbúin til þess. Okkar áhersla hefur verið mjög skýr. Við höfum talið að þau lönd sem eru með setu í mannréttindaráðinu eigi að ganga áfram með góðu fordæmi. Þess vegna höfum við komið nokkrum sinnum með þessa ályktun vegna Filippseyja og sömuleiðis tekið málefni Sádí-Arabíu á dagskrá.“ Ráðherra minnir á að ekki sé verið að velta neinum steinum með ályktuninni. „Þessi ályktun er mjög hófsöm. Hún fer fram á það að filippeysk stjórnvöld hleypi virtum alþjóðlegum stofnunum í landið til að skoða ástand mannréttindamála. Það hefur verið gagnrýnt sérstaklega. En það getur ekki gerst nema stjórnvöld á Filippseyjum séu tilbúin í það. Þetta mun setja pressu á að gera það og við vonumst til þess að svo verði.“Filippseyingar höfnuðu ályktun mannréttindaráðsins að lokinni atkvæðagreiðslu.Ráðherrann móðgaður Guðlaugur Þór gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnvalda á Filippseyjum sem brugðust illa við ályktuninni í dag. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu hafði meðal annars þetta að segja að atkvæðagreiðslunni lokinni: „Í ljósi aðstæðna í dag þá erum við nú vinir vina okkar, óvinir óvina okkar og enn meiri óvinir falskra vina. Við endurnýjum samstöðu við sanna vini sem hafa staðið með okkur í gegnum þennan farsa. En við munum ekki láta viðgangast nokkra óvirðingu eða gjörðir í annarlegum tilgangi. Það verða afleiðingar, sem munu teygja sig langt.“ Teddy Locsin Jr., utanríkisráðherra landsins, lítur á niðurstöðuna sem móðgun.No effect. Such resolutions especially those passed by a tiny minority can and will be ignored. No consequences. On the other hand, the initiative to insult the Philippines with the assumption without proof that it commits gross abuses there will be far reaching consequences. https://t.co/dir5nhF1FW— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 11, 2019 „Mannréttindaráðið hlýtur að vera þarna af einhverri ástæðu. Að pressa á stjórnvöld í þeim löndum þar sem mannréttindi eru ekki eins og við viljum hafa þau að bæta sitt ráð. Sérstaklega hjá þeim sem eru með setu í mannréttindaráðinu. Það getur ekki verið markmið að þetta sé bara einhver klúbbur þar sem menn koma til að spjalla saman. Við viljum sjá árangur þannig að ég tek þessa gagnrýni stjórnvalda í Filippseyjum ekki alvarlega. Á meðan við erum þarna inni munum við beita okkur eins og við höfum gert,“ segir Guðlaugur Þór.Hissa á þjóðum sem byggja á sömu gildum Guðlaugur Þór segir að fulltrúar Íslands í mannréttindaráðinu muni halda áfram sínu góða starfi. „Þetta mál hefur vakið hvað mesta athygli en við erum sömuleiðis að vinna í jafnréttismálum, málefnum samkynhneigðra og minnihlutahópa. Það sem okkur finnst vera sjálfsögð mannréttindi á Íslandi er það sem við erum að beita okkur fyrir í mannréttindaráðinu.“ Viðbrögð Filippseyinga hafa ekki komið honum á óvart heldur annað. „Það sem hefur komið meira á óvart er að mér hefur fundist, við vitum hvernig ástandið er í heiminum, sum lönd sem byggja á sömu gildum og við hefðu mátt beita sér betur og greiða atkvæði með þessari tillögu. En í heildina getum við ekki kvartað. Það var barist hart gegn þessari ályktun. Vinna okkar skilaði árangri, ályktunin er komin í gegn og það er auðvitað mikið gleðiefni.“ Filippseyjar Utanríkismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að nokkur lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Ályktunin var samþykkt með átján atkvæðum gegn fjórtán en fimmtán þjóðir sátu hjá. „Þetta er mjög ánægjulegt og mjög góðar fréttir, fyrst og fremst í baráttunni fyrir mannréttindum og líka fyrir okkur Íslendinga að sú vinna sem við erum að vinna á alþjóðlegum vettvangi er að skila árangri,“ segir Guðlaugur Þór. Mannréttindaráðið eigi ekki að vera einhver spjallklúbbur. Þar eigi að passa upp á mannréttindi í heiminum og undrast Guðlaugur Þór að mörg lönd, sem byggi á sömu gildum og Íslendingar, hafi ekki greitt atkvæði með tillögunni. 47 þjóðir innan Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í mannréttindaráðinu hverju sinni. Meðal landa sem greiddu ekki atkvæði með tillögu Íslands eru Japan, Chile og Suður-Afríka. Þá greiddu Ungverjaland og Indland gegn tillögunni.Niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar má sjá á myndinni hér að neðan.Japan var meðal þeirra þjóða sem sat hjá.Hófsöm ályktun Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. „Það gerist auðvitað ekkert nema stjórnvöld á Filippseyjum spili með. Það hefur verið vandinn. Þau hafa ekki verið tilbúin til þess. Okkar áhersla hefur verið mjög skýr. Við höfum talið að þau lönd sem eru með setu í mannréttindaráðinu eigi að ganga áfram með góðu fordæmi. Þess vegna höfum við komið nokkrum sinnum með þessa ályktun vegna Filippseyja og sömuleiðis tekið málefni Sádí-Arabíu á dagskrá.“ Ráðherra minnir á að ekki sé verið að velta neinum steinum með ályktuninni. „Þessi ályktun er mjög hófsöm. Hún fer fram á það að filippeysk stjórnvöld hleypi virtum alþjóðlegum stofnunum í landið til að skoða ástand mannréttindamála. Það hefur verið gagnrýnt sérstaklega. En það getur ekki gerst nema stjórnvöld á Filippseyjum séu tilbúin í það. Þetta mun setja pressu á að gera það og við vonumst til þess að svo verði.“Filippseyingar höfnuðu ályktun mannréttindaráðsins að lokinni atkvæðagreiðslu.Ráðherrann móðgaður Guðlaugur Þór gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnvalda á Filippseyjum sem brugðust illa við ályktuninni í dag. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu hafði meðal annars þetta að segja að atkvæðagreiðslunni lokinni: „Í ljósi aðstæðna í dag þá erum við nú vinir vina okkar, óvinir óvina okkar og enn meiri óvinir falskra vina. Við endurnýjum samstöðu við sanna vini sem hafa staðið með okkur í gegnum þennan farsa. En við munum ekki láta viðgangast nokkra óvirðingu eða gjörðir í annarlegum tilgangi. Það verða afleiðingar, sem munu teygja sig langt.“ Teddy Locsin Jr., utanríkisráðherra landsins, lítur á niðurstöðuna sem móðgun.No effect. Such resolutions especially those passed by a tiny minority can and will be ignored. No consequences. On the other hand, the initiative to insult the Philippines with the assumption without proof that it commits gross abuses there will be far reaching consequences. https://t.co/dir5nhF1FW— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 11, 2019 „Mannréttindaráðið hlýtur að vera þarna af einhverri ástæðu. Að pressa á stjórnvöld í þeim löndum þar sem mannréttindi eru ekki eins og við viljum hafa þau að bæta sitt ráð. Sérstaklega hjá þeim sem eru með setu í mannréttindaráðinu. Það getur ekki verið markmið að þetta sé bara einhver klúbbur þar sem menn koma til að spjalla saman. Við viljum sjá árangur þannig að ég tek þessa gagnrýni stjórnvalda í Filippseyjum ekki alvarlega. Á meðan við erum þarna inni munum við beita okkur eins og við höfum gert,“ segir Guðlaugur Þór.Hissa á þjóðum sem byggja á sömu gildum Guðlaugur Þór segir að fulltrúar Íslands í mannréttindaráðinu muni halda áfram sínu góða starfi. „Þetta mál hefur vakið hvað mesta athygli en við erum sömuleiðis að vinna í jafnréttismálum, málefnum samkynhneigðra og minnihlutahópa. Það sem okkur finnst vera sjálfsögð mannréttindi á Íslandi er það sem við erum að beita okkur fyrir í mannréttindaráðinu.“ Viðbrögð Filippseyinga hafa ekki komið honum á óvart heldur annað. „Það sem hefur komið meira á óvart er að mér hefur fundist, við vitum hvernig ástandið er í heiminum, sum lönd sem byggja á sömu gildum og við hefðu mátt beita sér betur og greiða atkvæði með þessari tillögu. En í heildina getum við ekki kvartað. Það var barist hart gegn þessari ályktun. Vinna okkar skilaði árangri, ályktunin er komin í gegn og það er auðvitað mikið gleðiefni.“
Filippseyjar Utanríkismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira