Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Laila Matar, sérfræðingur í málefnum Filippseyja. Mannréttindavaktin Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55