Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Helga Vala segir möguleika erlendra borgara til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. visir/vilhelm Vinnuveitandi japanskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi og áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir leiðbeiningaskyldu stjórnvalda ríka og brot á skyldunni geti varðað ógildingu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en hefur verð synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska sfnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta. „Þá virðast stjórnvöldum slétt sama um það þó að manneskjan hafi verið að sinna þessu starfi um eitthvert skeið og hafi þessa sérþekkingu að vera íslenskumælandi, japönskumælandi og enskumælandi sem hlýtur að teljast afskaplega sérstakt og mikilvægt,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir möguleika erlendra borgar til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. „Það er pólitísk ákvörðun að galopna landið fyrir erlendu farandverkafólki sem stoppar stutt, hefur ekkert félagslegt net. Langar í rauninni ekkert að vera á Íslandi frekar en í öðrum ríkjum heldur bara komið til þess að vinna stutt og fara heim með peningana. Skilja ekkert eftir,“ sagði Helga Vala. Japanska konan sem um ræðir heiti Momo og hefuð starfað hjá Special Tours. Skrifstofustjóri fyrirtækisins segir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun hafa verið óskýrar og mikið um misvísandi svör þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir Momo. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ sagði Helga Vala. Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Vinnuveitandi japanskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi og áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir leiðbeiningaskyldu stjórnvalda ríka og brot á skyldunni geti varðað ógildingu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en hefur verð synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska sfnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta. „Þá virðast stjórnvöldum slétt sama um það þó að manneskjan hafi verið að sinna þessu starfi um eitthvert skeið og hafi þessa sérþekkingu að vera íslenskumælandi, japönskumælandi og enskumælandi sem hlýtur að teljast afskaplega sérstakt og mikilvægt,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir möguleika erlendra borgar til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. „Það er pólitísk ákvörðun að galopna landið fyrir erlendu farandverkafólki sem stoppar stutt, hefur ekkert félagslegt net. Langar í rauninni ekkert að vera á Íslandi frekar en í öðrum ríkjum heldur bara komið til þess að vinna stutt og fara heim með peningana. Skilja ekkert eftir,“ sagði Helga Vala. Japanska konan sem um ræðir heiti Momo og hefuð starfað hjá Special Tours. Skrifstofustjóri fyrirtækisins segir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun hafa verið óskýrar og mikið um misvísandi svör þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir Momo. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ sagði Helga Vala.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15