Vinnu að nýju Alzheimerlyfi hætt vegna mikilla aukaverkana Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 14:15 Fjölmargir íslendingar greinast með Alzheimer á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. vísir/getty Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00