Innlent

Neyðarstig virkjað á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar með bilaðan lendingarbúnað

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Neyðarstig var virkjað á flugvellinum í morgun.
Neyðarstig var virkjað á flugvellinum í morgun. Vísir/vilhelm
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar United Airlines sem var að koma inn til lendingar upp úr klukkan átta í morgun en lendingarbúnaður flugvélarinnar var í ólagi.

Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-221 og var á leið frá Newark-flugvelli í Bandaríkjunum með 164 farþega um borð.

Hér sést hvernig flugvélin hringsólaði yfir Faxaflóa áður en hún lenti.Skjáskot/Flight radar
Varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir í samtali við fréttastofu að óvissustig hafi verið virkjað á flugvellinum sem fljótlega hafi verið breytt í neyðarstig vegna þess hversu alvarleg tilkynningin var. Björgunarsveitir, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og lögregla á öllu Suðvesturhornalandsins voru því sett í viðbragðsstöðu.

Vélin hringsólaði yfir Faxaflóa í um tuttugu mínútur en kom svo inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli og lenti þar heilu og höldnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×