„Ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 12:13 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að sáttatillaga sem hann lagði fram um lagningu sæstrengs grafi undan málflutningi flokkssystkina hans sem standa að þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Haraldur telur líklegt að tillagan muni lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún njóti víðtæks stuðnings.Sjá einnig: Styður sáttatillögu Haraldar um þjóðaratkvæðagreiðslu og sæstreng Haraldur ræddi sáttatillöguna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Inntur eftir því hvernig tillagan samræmist öðrum tillögum um orkupakkann sem liggja fyrir á Alþingi sagði Haraldur að hann stigi skrefinu lengra. „Það er einn af þessum lagalegu fyrirvörum, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram og tengist máli utanríkisráðherra um stjórnskipulega fyrirvarann, er breyting á raforkulögum sem raunverulega rammar inn að alþingi muni þá með sérstakri ákvörðun safna byggingu eða tengingu. Ég er í raun og veru að stíga skrefinu lengra, þetta er einhvers konar viðbótartrygging.“ Borið hefur á efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ráðherrar flokksins séu með málið á sinni könnu. Þannig hafa þingmennirnir Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason verið tvístígandi varðandi orkupakkann, þó að sá síðarnefndi hafi raunar lýst yfir stuðningi við tillögu Haraldar í liðinni viku.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir efasemdum vegna þriðja orkupakkans.Vísir/vilhelm„Já, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það, það eru flestir flokkar, eða allavega allir stjórnarflokkarnir, með deilur í þessum efnum,“ sagði Haraldur og sagði mikilvægt að taka mið af ótta fólks varðandi framkvæmd orkupakkans. Þá eigi hann von á því að tillagan muni stuðla að sátt um málið innan flokksins. „Ég á von á því og er mjög áfram um það að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin stígi skref í að skýra þessa mynd í vor og breyta þessu ástandi sem er. Ótti garðyrkjubænda og andstæða við orkupakka 3 er grundvallast mikið til á því hvernig við framkvæmdum orkupakka 1 og 2. [...] En tillagan þessi, ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð og þá lægir hún öldur örugglega víðar.“ Haraldur reiknaði með að hann, ásamt um fimm samflokksmönnum sínum til viðbótar, fái heimild til að leggja tillöguna fram þegar orkupakkinn verður tekinn fyrir í þinginu í ágúst. „Já, nú er ég búinn að fleyta hugmyndinni fram og fæ almennt góðar viðtökur. Ég finn fyrir stuðningi meðal minna flokkssystkina. Það má vera að við látum reyna á það fljótlega að við segjum einfaldlega: Já, við ætlum að láta dreifa tillögunni og láta reyna á stuðning við hana á Alþingi. Við erum kannski ekki komin nákvæmlega þangað núna en þetta eru hugmyndir.“ Haraldur áréttaði að verði tillagan ekki samþykkt fái það engu breytt um stuðning sinn við orkupakkamálið. Aðspurður hafnaði hann því að tillagan grafi undan málflutningi flokkssystkina hans, sem hafa fullyrt að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af innleiðingu orkupakkans. „Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla það.“Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Harald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að sáttatillaga sem hann lagði fram um lagningu sæstrengs grafi undan málflutningi flokkssystkina hans sem standa að þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Haraldur telur líklegt að tillagan muni lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún njóti víðtæks stuðnings.Sjá einnig: Styður sáttatillögu Haraldar um þjóðaratkvæðagreiðslu og sæstreng Haraldur ræddi sáttatillöguna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Inntur eftir því hvernig tillagan samræmist öðrum tillögum um orkupakkann sem liggja fyrir á Alþingi sagði Haraldur að hann stigi skrefinu lengra. „Það er einn af þessum lagalegu fyrirvörum, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram og tengist máli utanríkisráðherra um stjórnskipulega fyrirvarann, er breyting á raforkulögum sem raunverulega rammar inn að alþingi muni þá með sérstakri ákvörðun safna byggingu eða tengingu. Ég er í raun og veru að stíga skrefinu lengra, þetta er einhvers konar viðbótartrygging.“ Borið hefur á efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ráðherrar flokksins séu með málið á sinni könnu. Þannig hafa þingmennirnir Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason verið tvístígandi varðandi orkupakkann, þó að sá síðarnefndi hafi raunar lýst yfir stuðningi við tillögu Haraldar í liðinni viku.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir efasemdum vegna þriðja orkupakkans.Vísir/vilhelm„Já, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það, það eru flestir flokkar, eða allavega allir stjórnarflokkarnir, með deilur í þessum efnum,“ sagði Haraldur og sagði mikilvægt að taka mið af ótta fólks varðandi framkvæmd orkupakkans. Þá eigi hann von á því að tillagan muni stuðla að sátt um málið innan flokksins. „Ég á von á því og er mjög áfram um það að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin stígi skref í að skýra þessa mynd í vor og breyta þessu ástandi sem er. Ótti garðyrkjubænda og andstæða við orkupakka 3 er grundvallast mikið til á því hvernig við framkvæmdum orkupakka 1 og 2. [...] En tillagan þessi, ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð og þá lægir hún öldur örugglega víðar.“ Haraldur reiknaði með að hann, ásamt um fimm samflokksmönnum sínum til viðbótar, fái heimild til að leggja tillöguna fram þegar orkupakkinn verður tekinn fyrir í þinginu í ágúst. „Já, nú er ég búinn að fleyta hugmyndinni fram og fæ almennt góðar viðtökur. Ég finn fyrir stuðningi meðal minna flokkssystkina. Það má vera að við látum reyna á það fljótlega að við segjum einfaldlega: Já, við ætlum að láta dreifa tillögunni og láta reyna á stuðning við hana á Alþingi. Við erum kannski ekki komin nákvæmlega þangað núna en þetta eru hugmyndir.“ Haraldur áréttaði að verði tillagan ekki samþykkt fái það engu breytt um stuðning sinn við orkupakkamálið. Aðspurður hafnaði hann því að tillagan grafi undan málflutningi flokkssystkina hans, sem hafa fullyrt að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af innleiðingu orkupakkans. „Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla það.“Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Harald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14
„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30