Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 18:45 Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Akureyri Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi.
Akureyri Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira