Hlaupið kemur bara þegar það kemur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2019 18:54 Tvö ár eru síðan tvö lítil jökulhlaup komu undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Fyrst í lok júlí og svo aftur í september. Vegnar jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli og hlaupsins í Múlakvísl í júlí það ár var litakóða vegna flugs yfir jökulinn breytt í gulan en lækkað aftur í grænan tveimur dögum síðar sem þýðir að eldstöðin sé virk en engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Litakóðanum hefur ekki verið breytt síðan þá.Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi skoðar aðstæður við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Lítil merki að sjá um að hlaup sér yfirvofandi Múlakvísl lætur ekki mikið yfir sér þessa dagana þrátt fyrir að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafi tilkynnt um í byrjun júlí að hlaup gæti hafist hvað á hverju. Gerðar hafa verið ráðstafanir. Varnargarðar við brúna yfir Þjóðveg 1 hafa verið styrktir til að forða því að brúin fari komi til hlaups líkt og gerðist í hlaupinu 2011.Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur Veðurstofa Íslands komið fyrir fleiri mælitækjum á svæðinu sem munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups. Mælingar hafa sýnt að mikið jarðhitavatn sé í sigkötlum jökulsins og með betri mælitækjum er hægt að fylgjast með öllum breytingum á þeim í rauntíma. Þó lítið bendi til þess að hlaup muni eiga sér stað á allra næstu dögum eru íbúar, ferðaþjónustuaðilar og viðbragðsaðilar tilbúnir og meðvitaðir um yfirvofandi hættu. Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri ánni og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.Lögreglan er með reglulegt eftirlit inn í Þakgil og fylgist vel með framvindu mála og tekur mælingar við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Rýma þarf vinsæla viðkomustaði ferðamanna Búist er við því að hlaupið í Múlakvísl verði það stærsta í átta ár en þó ekki stærra en hlaupið sem varð árið 2011 og hreif með sér brúna yfir Þjóðveg 1. Komi til hlaups þar að rýma ákveðin svæði, meðal annars í Þakgili, þar sem fjöldi manns getur verið hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá skálaverði á svæðinu hefur nokkur brennisteinsfnykur verið á svæðinu að undanförnu.Hversu stóru og umfangsmikið er það svæði sem þarf að rýma komi til hlaups?„Það er helst inni í Þakgili sem er svona næst upptökunum. Svo erum við hérna með hjá Kötlujökli líka þar sem verið er að fara með ferðamenn inn í íshella. Það eru svona svæðin sem við erum að horfa á,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður segir að ekki sé hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir ferðamenn séu á svæðinu. „Það er náttúrulega gríðarlega mikill massi ferðamanna hérna á ferðinni dags daglega á svæðinu og við höfum okkar verkferla til þess að koma skilaboðum áleiðis ef að á þarf að halda. Við reynum nú bara að fylgjast vel með þessum mælum sem eru hjá veðurstofunni og svo erum við mikið á ferðinni, bæði hérna í kringum ána og upp í Þakgili reglulega,“ segir Sigurður.Ekki mikið á staðnum sem bendir til þess að hlaup sem vætnanlegt úr Mýrdalsjökli í Múlakvíls. Búist er við að hlaupið verði það stærsta í átta ár.Vísir/Jóhann K.Hlaupið kemur bara þegar það kemur Nú er orðið svolítið liðið frá því að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra tilkynnti um yfirvofandi hlaup. Er ykkur farið að lengja eftir því að þetta hlaup fari að koma? "Nei, nei. Þetta bara kemur þegar það kemur, náttúran ræður því," segir Sigurður. Þakgil er vinsæl viðkomustaður ferðamanna og er næst upptökum hlaups undan Mýrdalsjökli.Vísir/Jóhann K. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Tvö ár eru síðan tvö lítil jökulhlaup komu undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Fyrst í lok júlí og svo aftur í september. Vegnar jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli og hlaupsins í Múlakvísl í júlí það ár var litakóða vegna flugs yfir jökulinn breytt í gulan en lækkað aftur í grænan tveimur dögum síðar sem þýðir að eldstöðin sé virk en engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Litakóðanum hefur ekki verið breytt síðan þá.Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi skoðar aðstæður við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Lítil merki að sjá um að hlaup sér yfirvofandi Múlakvísl lætur ekki mikið yfir sér þessa dagana þrátt fyrir að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafi tilkynnt um í byrjun júlí að hlaup gæti hafist hvað á hverju. Gerðar hafa verið ráðstafanir. Varnargarðar við brúna yfir Þjóðveg 1 hafa verið styrktir til að forða því að brúin fari komi til hlaups líkt og gerðist í hlaupinu 2011.Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur Veðurstofa Íslands komið fyrir fleiri mælitækjum á svæðinu sem munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups. Mælingar hafa sýnt að mikið jarðhitavatn sé í sigkötlum jökulsins og með betri mælitækjum er hægt að fylgjast með öllum breytingum á þeim í rauntíma. Þó lítið bendi til þess að hlaup muni eiga sér stað á allra næstu dögum eru íbúar, ferðaþjónustuaðilar og viðbragðsaðilar tilbúnir og meðvitaðir um yfirvofandi hættu. Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri ánni og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.Lögreglan er með reglulegt eftirlit inn í Þakgil og fylgist vel með framvindu mála og tekur mælingar við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Rýma þarf vinsæla viðkomustaði ferðamanna Búist er við því að hlaupið í Múlakvísl verði það stærsta í átta ár en þó ekki stærra en hlaupið sem varð árið 2011 og hreif með sér brúna yfir Þjóðveg 1. Komi til hlaups þar að rýma ákveðin svæði, meðal annars í Þakgili, þar sem fjöldi manns getur verið hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá skálaverði á svæðinu hefur nokkur brennisteinsfnykur verið á svæðinu að undanförnu.Hversu stóru og umfangsmikið er það svæði sem þarf að rýma komi til hlaups?„Það er helst inni í Þakgili sem er svona næst upptökunum. Svo erum við hérna með hjá Kötlujökli líka þar sem verið er að fara með ferðamenn inn í íshella. Það eru svona svæðin sem við erum að horfa á,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður segir að ekki sé hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir ferðamenn séu á svæðinu. „Það er náttúrulega gríðarlega mikill massi ferðamanna hérna á ferðinni dags daglega á svæðinu og við höfum okkar verkferla til þess að koma skilaboðum áleiðis ef að á þarf að halda. Við reynum nú bara að fylgjast vel með þessum mælum sem eru hjá veðurstofunni og svo erum við mikið á ferðinni, bæði hérna í kringum ána og upp í Þakgili reglulega,“ segir Sigurður.Ekki mikið á staðnum sem bendir til þess að hlaup sem vætnanlegt úr Mýrdalsjökli í Múlakvíls. Búist er við að hlaupið verði það stærsta í átta ár.Vísir/Jóhann K.Hlaupið kemur bara þegar það kemur Nú er orðið svolítið liðið frá því að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra tilkynnti um yfirvofandi hlaup. Er ykkur farið að lengja eftir því að þetta hlaup fari að koma? "Nei, nei. Þetta bara kemur þegar það kemur, náttúran ræður því," segir Sigurður. Þakgil er vinsæl viðkomustaður ferðamanna og er næst upptökum hlaups undan Mýrdalsjökli.Vísir/Jóhann K.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07
Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45