Pólverjar hætta við kröfu um framsal Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júlí 2019 06:00 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00