Útiræktað grænmeti mánuði fyrr í ár en í fyrrasumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2019 10:00 Feðgarnir Óskar Rafn og Andri eru hæstánæðir með að geta byrjað að taka upp útiræktað grænmeti svona snemma. vísir/mhh Útiræktað grænmeti er nú komið í verslanir mánuði fyrr en síðasta sumar. Til marks um það þá eru bændurnir á Grafarbakka á Flúðum byrjaðir að taka upp kínakál, hnúðkál, spergilkál, rófur og gulrætur. Nú er verið að pakka nýju fersku grænmeti beint upp úr útigörðunum á Grafarbakka en þar er mest ræktað af gulrótum. Mikill þurrkur í sumar hefur þýtt mikla vökvun á görðunum, sem hefur skilað sér í góðri uppskeru. Feðgarnir Óskar Rafn og Andri líta reglulega á garðana og taka stöðuna og ákveða hvar á að taka upp hverju sinni. „Já, við byrjuðum mánuði fyrr, fyrsta sendingin fór frá okkur 14. ágúst í fyrra en við byrjuðum í síðustu viku að taka upp fyrir heimamarkaðinn, Melabúðina og annað og stefnum núna í þessari viku að fara að senda til Reykjavíkur. Þetta lítur bara mjög vel út með uppskeru og annað þannig að þetta lofar góðu“, segir Óskar. Óskar segir mikið um útiræktað grænmeti á Flúðum og nú séu flestir ef ekki allir að byrja að taka upp á fullum krafti. „Já, það er mjög mikið, þetta er ein stærsta framleiðslan hér á Flúðasvæðinu af útiræktuðu grænmeti“. Óskar segir mjög gaman að geta byrjað að taka upp svona snemma. „Já, þetta er rosalega gaman að byrja á þessu svona snemma, þetta er alveg frábært, og núna, smá rigning, þetta er alveg frábært, það verður ekki betra í fimmtán stiga hita og rigningu, það sprettur allt mjög vel“. Andri er duglegur að borða íslenskt grænmeti, ekki síst gulrætur enda segir hann þær mjög hollar og góðar. Garðyrkja Hrunamannahreppur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Útiræktað grænmeti er nú komið í verslanir mánuði fyrr en síðasta sumar. Til marks um það þá eru bændurnir á Grafarbakka á Flúðum byrjaðir að taka upp kínakál, hnúðkál, spergilkál, rófur og gulrætur. Nú er verið að pakka nýju fersku grænmeti beint upp úr útigörðunum á Grafarbakka en þar er mest ræktað af gulrótum. Mikill þurrkur í sumar hefur þýtt mikla vökvun á görðunum, sem hefur skilað sér í góðri uppskeru. Feðgarnir Óskar Rafn og Andri líta reglulega á garðana og taka stöðuna og ákveða hvar á að taka upp hverju sinni. „Já, við byrjuðum mánuði fyrr, fyrsta sendingin fór frá okkur 14. ágúst í fyrra en við byrjuðum í síðustu viku að taka upp fyrir heimamarkaðinn, Melabúðina og annað og stefnum núna í þessari viku að fara að senda til Reykjavíkur. Þetta lítur bara mjög vel út með uppskeru og annað þannig að þetta lofar góðu“, segir Óskar. Óskar segir mikið um útiræktað grænmeti á Flúðum og nú séu flestir ef ekki allir að byrja að taka upp á fullum krafti. „Já, það er mjög mikið, þetta er ein stærsta framleiðslan hér á Flúðasvæðinu af útiræktuðu grænmeti“. Óskar segir mjög gaman að geta byrjað að taka upp svona snemma. „Já, þetta er rosalega gaman að byrja á þessu svona snemma, þetta er alveg frábært, og núna, smá rigning, þetta er alveg frábært, það verður ekki betra í fimmtán stiga hita og rigningu, það sprettur allt mjög vel“. Andri er duglegur að borða íslenskt grænmeti, ekki síst gulrætur enda segir hann þær mjög hollar og góðar.
Garðyrkja Hrunamannahreppur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira