Ferðamönnum fækkað um 20% milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:13 Brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli fækkaði á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15% samkvæmt tölum Isavia. Vísir/Vilhelm Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira