Forstjóri Lufthansa gagnrýnir hræódýra flugmiða Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:15 Vélar á vegum Ryanair og Lufthansa á flugbraut í Frankfurt. Getty/Bloomberg Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00