Forstjóri Lufthansa gagnrýnir hræódýra flugmiða Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:15 Vélar á vegum Ryanair og Lufthansa á flugbraut í Frankfurt. Getty/Bloomberg Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00