Þarf að útrýma staðalímyndum um fíkla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:47 Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira