Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 20:58 Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira