„Svona truflanir hafa áhrif“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:00 Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“ Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“
Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35