Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 10:26 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Isavia var einungis heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun þessarar tilteknu þotu, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem úrskurðaði í málinu í dag. Þetta er í annað sinn sem aðfararmál vegna kyrrsetningar vélarinnar er tekið fyrir í héraði. Í úrskurði héraðsdóms kom einnig fram að réttaaráhrif úrskurðarins frestist ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar. Eins var Isavia gert að greiða einnar miljónar króna málskostnað ALC vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, að úrskurðurinn geri félaginu kleift að nálgast þotuna strax. Ekki skipti máli hvort málinu verði skotið til Landsréttar. ALC hafði þegar fellt sig við fyrri niðurstöðu héraðsdóms sem var á sömu leið, og greiddi þar með þær 87 milljónir sem á þotunni hvíldu. Málið hefur ferðast upp og niður dómskerfið en ALC hefur statt og stöðugt haldið því fram að félaginu beri ekki að greiða nema þær skuldir WOW sem tengdust þessari tilteknu vél. Isavia vildi hins vegar fá allar skuldir WOW air greiddar og hélt vélinni því eftir, þrátt fyrir að ALC hefði greitt milljónirnar 87 sem hvíldu á vélinni. Í fyrstu atrennu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ALC bæri ekki að greiða allar skuldir WOW en Isavia skaut þeim úrskurði til Landsréttar, sem staðfesti heimild Isavia til þess að kyrrsetja vélina, en tók ekki afstöðu til forsendna kyrrsetningarinnar. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar sem sendi málið aftur til Landsréttar. ALC lagði síðan fram aðra aðfararbeiðni sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað um. Eins og áður segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar, en ekki heildarskulda WOW við Isavia. Réttaráhrifum úrskurðarins verður ekki frestað og þar með ætti ALC að geta nálgast vélina, hvort sem málinu verður skotið áfram til Landsréttar eða ekki.Isavia furðar sig á úrskurðinum Í yfirlýsingu frá Isavia kemur fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Þar segir að niðurstaðan sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsréttur með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllun um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ segir í tilkynningunni. Segir þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa sé möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Isavia var einungis heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun þessarar tilteknu þotu, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem úrskurðaði í málinu í dag. Þetta er í annað sinn sem aðfararmál vegna kyrrsetningar vélarinnar er tekið fyrir í héraði. Í úrskurði héraðsdóms kom einnig fram að réttaaráhrif úrskurðarins frestist ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar. Eins var Isavia gert að greiða einnar miljónar króna málskostnað ALC vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, að úrskurðurinn geri félaginu kleift að nálgast þotuna strax. Ekki skipti máli hvort málinu verði skotið til Landsréttar. ALC hafði þegar fellt sig við fyrri niðurstöðu héraðsdóms sem var á sömu leið, og greiddi þar með þær 87 milljónir sem á þotunni hvíldu. Málið hefur ferðast upp og niður dómskerfið en ALC hefur statt og stöðugt haldið því fram að félaginu beri ekki að greiða nema þær skuldir WOW sem tengdust þessari tilteknu vél. Isavia vildi hins vegar fá allar skuldir WOW air greiddar og hélt vélinni því eftir, þrátt fyrir að ALC hefði greitt milljónirnar 87 sem hvíldu á vélinni. Í fyrstu atrennu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ALC bæri ekki að greiða allar skuldir WOW en Isavia skaut þeim úrskurði til Landsréttar, sem staðfesti heimild Isavia til þess að kyrrsetja vélina, en tók ekki afstöðu til forsendna kyrrsetningarinnar. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar sem sendi málið aftur til Landsréttar. ALC lagði síðan fram aðra aðfararbeiðni sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað um. Eins og áður segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar, en ekki heildarskulda WOW við Isavia. Réttaráhrifum úrskurðarins verður ekki frestað og þar með ætti ALC að geta nálgast vélina, hvort sem málinu verður skotið áfram til Landsréttar eða ekki.Isavia furðar sig á úrskurðinum Í yfirlýsingu frá Isavia kemur fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Þar segir að niðurstaðan sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsréttur með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllun um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ segir í tilkynningunni. Segir þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa sé möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira