Bjarni Ófeigur fór fyrir íslenska liðinu í sigri á Argentínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 15:42 Strákarnir í 21 árs landsliðinu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á HM. Mynd/HSÍ Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1 Handbolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1
Handbolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira