Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:46 Þórir kvaddur með stæl. EPA/Liselotte Sabroe Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þá var Þórir kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5 Íþróttamaður ársins Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5
Íþróttamaður ársins Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira