Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 18:45 Airbus farþegaþota með skráningarnúmerið TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá lokum mars. vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira