Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 18:45 Airbus farþegaþota með skráningarnúmerið TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá lokum mars. vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira