Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:42 Trump bendir Epstein á stúlkur í samkvæminu. skjáskot/Youtube Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32