Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júlí 2019 21:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira