Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 07:34 Yfirmaður hjá Facebook vonar að breytingarnar verði til þess að fólk deili frekar því sem það hefur áhuga á í stað þess að sækjast eftir "likes“. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún. Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún.
Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46