Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 18:20 Grindhvalirnir í Löngufjörum í dag. Mynd/David Scwarzhan Um fimmtíu grindhvalir hafa strandað á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meðfylgjandi myndir, sem David Scwarzhan þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters tók af hvölunum, sýna dýrin í sandinum en David telur að það sé nokkuð síðan hvalirnir strönduðu í fjörunni. David segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á ferð með tveimur bandarískum ferðamönnum um svæðið síðdegis í dag. Ferðamennirnir hafi tekið eftir hvölunum og þau ákveðið að lenda þyrlunni í fjörunni, þá hafi klukkan verið um hálf tvö. „Við héldum að þetta væru kannski selir eða jafnvel höfrungar. Svo sáum við þessa dauðu hvali og gengum aðeins um fjöruna og tókum myndir, því við hugsuðum sem svo að fólk kynni að hafa áhuga á þessu,“ segir David. „Við töldum plús, mínus fimmtíu en sumir voru hálfgrafnir ofan í sandinn svo þeir voru kannski fleiri.“ Viðbragðsaðilar á Vesturlandi sem fréttastofa hefur náð tali af í kvöld höfðu ekki verið kallaðir út vegna málsins. Lögreglan í Stykkishólmi staðfestir þó við RÚV að henni hafi borist ábending um hvalina.Hér að neðan má sjá fleiri myndir af hvölunum í Löngufjörum. Fréttin hefur verið uppfærð.Mynd/David ScwarzhanMynd/David ScwarzhanMynd/David Scwarzhan Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Um fimmtíu grindhvalir hafa strandað á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meðfylgjandi myndir, sem David Scwarzhan þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters tók af hvölunum, sýna dýrin í sandinum en David telur að það sé nokkuð síðan hvalirnir strönduðu í fjörunni. David segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á ferð með tveimur bandarískum ferðamönnum um svæðið síðdegis í dag. Ferðamennirnir hafi tekið eftir hvölunum og þau ákveðið að lenda þyrlunni í fjörunni, þá hafi klukkan verið um hálf tvö. „Við héldum að þetta væru kannski selir eða jafnvel höfrungar. Svo sáum við þessa dauðu hvali og gengum aðeins um fjöruna og tókum myndir, því við hugsuðum sem svo að fólk kynni að hafa áhuga á þessu,“ segir David. „Við töldum plús, mínus fimmtíu en sumir voru hálfgrafnir ofan í sandinn svo þeir voru kannski fleiri.“ Viðbragðsaðilar á Vesturlandi sem fréttastofa hefur náð tali af í kvöld höfðu ekki verið kallaðir út vegna málsins. Lögreglan í Stykkishólmi staðfestir þó við RÚV að henni hafi borist ábending um hvalina.Hér að neðan má sjá fleiri myndir af hvölunum í Löngufjörum. Fréttin hefur verið uppfærð.Mynd/David ScwarzhanMynd/David ScwarzhanMynd/David Scwarzhan
Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira