Strákarnir fengu skell á móti Norðmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 09:34 Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson nýtti öll þrjú skotin sín en sömu sögu er ekki hægt að segja um félaga hans. Vísir/Daníeæ Íslenska 21 árs landslið karla í handbolta tapaði í morgun fyrsta leiknum sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni og fyrsta tapið var stór skellur. Íslensku strákarnir töpuðu þá með tíu marka mun á móti Norðmönnum, 29-19 en fyrstu tveir leikir íslenska liðsins á mótinu höfðu unnist á móti Síle og Argentínu. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá íslenska liðinu í leiknum með fjögur mörk. Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu báðir þrjú mörk. Norðmenn voru með einn sigur og eitt tap fyrir leikinn en sýndu styrk sinn í öruggum sigri á íslenska liðinu. Norska liðið komst mest tólf mörkum yfir en íslenska liðið lagaði stöðuna aðeins í lokin. Robin Paulsen Haug, markvörður norska landsliðsins var íslenska liðinu mjög erfiður í leiknum en hann varði sautján skot þar af þrjú víti og mörg dauðafæri. Íslensku strákarnir komust í 1-0 en það var líka í eina skiptið sem íslenska liðið var yfir í leiknum. Norðmenn skoruðu þrjú næstu mörk og voru komnir með forystuna sem þeir héldu út leikinn. Norska liðið náði fljótlega fjögurra marka forystu, 7-3, og var síðan sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Einar Andri Einarsson tók leikhlé í stöðunni 21-14 fyrir Norðmenn og reyndi að kveikja í sínum mönnum þegar átján mínútur voru eftir. Það tókst hins vegar ekki. Tvö víti fóru í forgörðum hjá íslensku strákunum í framhaldinu, liðið lenti mest tólf mörkum undir og í endann munaði tíu mörkum á liðunum. Tveir léttustu leikir íslenska liðsins í riðlinum eru að baki og ljóst að róðurinn verður þungur í síðustu tveimur leikjunum á móti Danmörku og Þýskalandi.Mörk íslenska liðsins í leiknum: Orri Freyr Þorkelsson 4/2 Elliði Snær Viðarsson 3 Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3 Gabríel Martinez Róbertsson 2 Ásgeir Snær Vignisson 2 Jakob Martin Ásgeirsson 2 Örn Vésteinsson Östenberg 1 Kristófer Andri Daðason 1 Hafþór Már Vignisson 1 Handbolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Íslenska 21 árs landslið karla í handbolta tapaði í morgun fyrsta leiknum sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni og fyrsta tapið var stór skellur. Íslensku strákarnir töpuðu þá með tíu marka mun á móti Norðmönnum, 29-19 en fyrstu tveir leikir íslenska liðsins á mótinu höfðu unnist á móti Síle og Argentínu. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá íslenska liðinu í leiknum með fjögur mörk. Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu báðir þrjú mörk. Norðmenn voru með einn sigur og eitt tap fyrir leikinn en sýndu styrk sinn í öruggum sigri á íslenska liðinu. Norska liðið komst mest tólf mörkum yfir en íslenska liðið lagaði stöðuna aðeins í lokin. Robin Paulsen Haug, markvörður norska landsliðsins var íslenska liðinu mjög erfiður í leiknum en hann varði sautján skot þar af þrjú víti og mörg dauðafæri. Íslensku strákarnir komust í 1-0 en það var líka í eina skiptið sem íslenska liðið var yfir í leiknum. Norðmenn skoruðu þrjú næstu mörk og voru komnir með forystuna sem þeir héldu út leikinn. Norska liðið náði fljótlega fjögurra marka forystu, 7-3, og var síðan sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Einar Andri Einarsson tók leikhlé í stöðunni 21-14 fyrir Norðmenn og reyndi að kveikja í sínum mönnum þegar átján mínútur voru eftir. Það tókst hins vegar ekki. Tvö víti fóru í forgörðum hjá íslensku strákunum í framhaldinu, liðið lenti mest tólf mörkum undir og í endann munaði tíu mörkum á liðunum. Tveir léttustu leikir íslenska liðsins í riðlinum eru að baki og ljóst að róðurinn verður þungur í síðustu tveimur leikjunum á móti Danmörku og Þýskalandi.Mörk íslenska liðsins í leiknum: Orri Freyr Þorkelsson 4/2 Elliði Snær Viðarsson 3 Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3 Gabríel Martinez Róbertsson 2 Ásgeir Snær Vignisson 2 Jakob Martin Ásgeirsson 2 Örn Vésteinsson Östenberg 1 Kristófer Andri Daðason 1 Hafþór Már Vignisson 1
Handbolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira