Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 13:34 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talar á ráðstefnu sinni um trúfrelsi. getty/Mark Wilson Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi. Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi.
Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01
Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00