Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 14:34 E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Barnið hafði einnig umgengist barn með staðfesta E. coli-sýkingu fyrir átta dögum síðan en frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstöður úr rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli-sýkinga, meðal annars úr fyrrnefndu barni sem talið er að sé með sýkinguna. Yfir helgina munu ekki verða gerðar frekari rannsóknir hvað varðar E. coli-sýkingar og því er ekki að vænta frekari tíðinda af faraldrinum fyrr en eftir helgi. Fyrr í dag var greint frá því að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir smit og smitleiðir á bænum Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til þann 4. júlí síðastliðinn. Því hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur úr úrbætur á bænum. Sala íss skal stöðvuð þar til lþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hefur verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið var fram á. Aðgengi að dýrum skal vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra skal efldur og starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.Fréttin hefur verið uppfærð. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Barnið hafði einnig umgengist barn með staðfesta E. coli-sýkingu fyrir átta dögum síðan en frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstöður úr rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli-sýkinga, meðal annars úr fyrrnefndu barni sem talið er að sé með sýkinguna. Yfir helgina munu ekki verða gerðar frekari rannsóknir hvað varðar E. coli-sýkingar og því er ekki að vænta frekari tíðinda af faraldrinum fyrr en eftir helgi. Fyrr í dag var greint frá því að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir smit og smitleiðir á bænum Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til þann 4. júlí síðastliðinn. Því hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur úr úrbætur á bænum. Sala íss skal stöðvuð þar til lþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hefur verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið var fram á. Aðgengi að dýrum skal vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra skal efldur og starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35