Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 19. júlí 2019 19:15 Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00