Brottvísun afgangskra feðga frestað Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. júlí 2019 06:33 Asadullah Sarwary ásamt sonum sínum. fréttablaðið/sigtryggur ari Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31. Hælisleitendur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31.
Hælisleitendur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira