Gagnrýnin á herta stefnu í vímuefnamálum: „Það er verið að refsa veiku fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:15 Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif. Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif.
Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira