Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 19:01 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur kært úrskurð kjörnefndar sem skipuð var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 7. júní síðastliðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar á framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru á síðasta ári hafi komið of seint. Henni var því vísað frá. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Í kjölfarið ákvað Vigdís að kæra framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að umrætt verkefni borgarinnar væri ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta í kosningarnar.Segir nýjan kærufrest hafa hafist við úrskurð Persónuverndar Í kærunni, sem Vigdís sendi fjölmiðlum í dag, segir að hún telji að 7. febrúar, daginn sem úrskurður Persónuverndar var birtur, hafi nýr kærufrestur vegna kosninganna byrjað. „Kjörnefnd og kærandi eru ekki sammála í þessum efnum og hefur kjörnefnd vísað kærunni frá með þeim rökum að ekki eru ákvæði í lögum um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998 um að framlengja megi þann frest sem kveðið er á um í 1. mgr. 93. gr. Jafnframt taldi nefndin að ekki væri í öðrum lögum eða réttarheimildum að finna heimild til þess að nefndin gæti framlengt þann frest eða ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara takmarks en þess er úrslitum kosninga var lýst.“ Þarna segir Vigdís nefndina hafa beitt lagaeyðuákvæði sem túlka verði kæranda, það er Vigdísi sjálfri, í hag „vegna alvarleika brotsins og fordæmalausra vinnubragða Reykjavíkurborgar sem Persónuvernd úrskurðaði um að afloknum lögbundnum sveitastjórnarkosningum.“ Líti Vigdís á brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum sem alvarlega aðför að lýðræði í landinu. Óskar Vigdís eftir því að dómsmálaráðuneytið vísi kæru hennar aftur til kjörnefndarinnar til efnisúrskurðar á grunni alvarleika þeirra brota sem Persónuvernd úrskurðaði um, til ógildingar kosninganna. „Ef dómsmálaráðuneytið telur þá vísun málsins ekki rétta óskar kærandi eftir að ráðuneytið vísi kærunni til rétts stjórnvalds, eða úrskurði sjálft efnislega,“ segir í kærunni. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið“ Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur kært úrskurð kjörnefndar sem skipuð var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 7. júní síðastliðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar á framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru á síðasta ári hafi komið of seint. Henni var því vísað frá. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Í kjölfarið ákvað Vigdís að kæra framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að umrætt verkefni borgarinnar væri ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta í kosningarnar.Segir nýjan kærufrest hafa hafist við úrskurð Persónuverndar Í kærunni, sem Vigdís sendi fjölmiðlum í dag, segir að hún telji að 7. febrúar, daginn sem úrskurður Persónuverndar var birtur, hafi nýr kærufrestur vegna kosninganna byrjað. „Kjörnefnd og kærandi eru ekki sammála í þessum efnum og hefur kjörnefnd vísað kærunni frá með þeim rökum að ekki eru ákvæði í lögum um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998 um að framlengja megi þann frest sem kveðið er á um í 1. mgr. 93. gr. Jafnframt taldi nefndin að ekki væri í öðrum lögum eða réttarheimildum að finna heimild til þess að nefndin gæti framlengt þann frest eða ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara takmarks en þess er úrslitum kosninga var lýst.“ Þarna segir Vigdís nefndina hafa beitt lagaeyðuákvæði sem túlka verði kæranda, það er Vigdísi sjálfri, í hag „vegna alvarleika brotsins og fordæmalausra vinnubragða Reykjavíkurborgar sem Persónuvernd úrskurðaði um að afloknum lögbundnum sveitastjórnarkosningum.“ Líti Vigdís á brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum sem alvarlega aðför að lýðræði í landinu. Óskar Vigdís eftir því að dómsmálaráðuneytið vísi kæru hennar aftur til kjörnefndarinnar til efnisúrskurðar á grunni alvarleika þeirra brota sem Persónuvernd úrskurðaði um, til ógildingar kosninganna. „Ef dómsmálaráðuneytið telur þá vísun málsins ekki rétta óskar kærandi eftir að ráðuneytið vísi kærunni til rétts stjórnvalds, eða úrskurði sjálft efnislega,“ segir í kærunni.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið“ Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39