27 ára kastari Englanna fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:30 Tyler Skaggs í leik með Los Angeles Angels 13. júní síðastliðinn. Getty/Mike Carlson Hafnaboltaheimurinn í Bandaríkjunum er í miklu áfalli eftir hræðilegar fréttir frá Texas þar sem leikmaður í deildinni fannst látinn á hótelherbergi sínu. Hinn 27 ára gamli Tyler Skaggs var kastari Los Angeles Angels liðsins og var í keppnisferðalagi með liði sínu þegar andlátið bar að. „Tyler Skaggs er og verður alltaf hluti af Englafjölskyldunni,“ sagði í Twitter-færslu hjá Los Angeles Angels.Angels statement on the passing of Tyler Skaggs. pic.twitter.com/6XA2Vu1uWV — Los Angeles Angels (@Angels) July 1, 2019Lögreglan var kölluð til þegar meðvitundarlaus maður fannst í hótelherbergi sínu í Southlake í Texas. Hann var úrskurðar látinn á staðnum. Tyler Skaggs og félagar í liði Englanna voru mættir þangað til að spila við Texas Rangers. Leiknum hefur nú verið frestað. Talsmaður lögreglunnar segir hana ekki gruna það að Tyler Skaggs hafi svipt sig lífi eða að einhver hafi banað honum. Tyler Skaggs var nýgiftur (2018) og lífið virtist leika við hann. Í Instagram færslu hans frá 31. desember skrifaði hann undir mynd af sér og eiginkonunni að árið 2018 hafi verið það besta hingað til.The #SFGiants joined the Padres in a moment of silence honoring Tyler Skaggs, who passed away earlier today. pic.twitter.com/fid8QYZdlv — San Francisco Giants (@SFGiants) July 2, 2019Leikmenn og þjálfarar Los Angeles Angels voru mættir á leikinn á móti Texas Rangers þegar fréttirnar bárust af örlögum Tyler Skaggs. Þeir yfirgáfu svæðið í kjölfarið og leiknum var frestað. Stuðningsfólk Los Angeles Angels hefur streymt að heimavelli liðsins í Anaheim þar sem settur hefur verið upp minnisvarði um Skaggs. Mörg þeirra hafa minnst hans með því að leggja blóm við aðalhlið vallarins. Tyler Skaggs er frá Kaliforníu og Los Angeles Angels valdi hann í nýliðavalinu árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Southlake Police Department Press Release 7/1/19 pic.twitter.com/vgZTUBIc40 — Southlake DPS (@SouthlakeDPS) July 1, 2019So sad to hear the news about the passing of Tyler Skaggs. I could only imagine what his wife,family,friends and teammates are all going through right now. My deepest sympathies go out to all of them. We may all compete against each other,but we are all brothers. Rest in Paradise pic.twitter.com/obofWVKRMU — andrew mccutchen (@TheCUTCH22) July 2, 2019We are deeply saddened by the tragic news that Tyler Skaggs, 27, passed away this morning. https://t.co/q150hyH01Jpic.twitter.com/y1X5ctlWDl — MLB (@MLB) July 1, 2019 Andlát Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira
Hafnaboltaheimurinn í Bandaríkjunum er í miklu áfalli eftir hræðilegar fréttir frá Texas þar sem leikmaður í deildinni fannst látinn á hótelherbergi sínu. Hinn 27 ára gamli Tyler Skaggs var kastari Los Angeles Angels liðsins og var í keppnisferðalagi með liði sínu þegar andlátið bar að. „Tyler Skaggs er og verður alltaf hluti af Englafjölskyldunni,“ sagði í Twitter-færslu hjá Los Angeles Angels.Angels statement on the passing of Tyler Skaggs. pic.twitter.com/6XA2Vu1uWV — Los Angeles Angels (@Angels) July 1, 2019Lögreglan var kölluð til þegar meðvitundarlaus maður fannst í hótelherbergi sínu í Southlake í Texas. Hann var úrskurðar látinn á staðnum. Tyler Skaggs og félagar í liði Englanna voru mættir þangað til að spila við Texas Rangers. Leiknum hefur nú verið frestað. Talsmaður lögreglunnar segir hana ekki gruna það að Tyler Skaggs hafi svipt sig lífi eða að einhver hafi banað honum. Tyler Skaggs var nýgiftur (2018) og lífið virtist leika við hann. Í Instagram færslu hans frá 31. desember skrifaði hann undir mynd af sér og eiginkonunni að árið 2018 hafi verið það besta hingað til.The #SFGiants joined the Padres in a moment of silence honoring Tyler Skaggs, who passed away earlier today. pic.twitter.com/fid8QYZdlv — San Francisco Giants (@SFGiants) July 2, 2019Leikmenn og þjálfarar Los Angeles Angels voru mættir á leikinn á móti Texas Rangers þegar fréttirnar bárust af örlögum Tyler Skaggs. Þeir yfirgáfu svæðið í kjölfarið og leiknum var frestað. Stuðningsfólk Los Angeles Angels hefur streymt að heimavelli liðsins í Anaheim þar sem settur hefur verið upp minnisvarði um Skaggs. Mörg þeirra hafa minnst hans með því að leggja blóm við aðalhlið vallarins. Tyler Skaggs er frá Kaliforníu og Los Angeles Angels valdi hann í nýliðavalinu árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Southlake Police Department Press Release 7/1/19 pic.twitter.com/vgZTUBIc40 — Southlake DPS (@SouthlakeDPS) July 1, 2019So sad to hear the news about the passing of Tyler Skaggs. I could only imagine what his wife,family,friends and teammates are all going through right now. My deepest sympathies go out to all of them. We may all compete against each other,but we are all brothers. Rest in Paradise pic.twitter.com/obofWVKRMU — andrew mccutchen (@TheCUTCH22) July 2, 2019We are deeply saddened by the tragic news that Tyler Skaggs, 27, passed away this morning. https://t.co/q150hyH01Jpic.twitter.com/y1X5ctlWDl — MLB (@MLB) July 1, 2019
Andlát Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira