Bíó og sjónvarp

Sam­þykkti ekki at­riði HBO sem sýndi hann og Harry Sty­les í ástarat­lotum

Sylvía Hall skrifar
Harry Styles og Louis Tomlinson voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá ungum aðdáendum sem skrifuðu aðdáendaskáldskap um hljómsveitina.
Harry Styles og Louis Tomlinson voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá ungum aðdáendum sem skrifuðu aðdáendaskáldskap um hljómsveitina. Vísir/Getty
Nýr þáttur HBO sem ber heitið Euphoria hefur vakið athygli og umtal í Bandaríkjunum. Þættirnir fjalla um ungt fólk sem reyna að feta sig áfram í lífinu og þær áskoranir sem þau mæta í sínu daglega lífi.

Ein sögupersónan er hin 17 ára gamla Kat, ung stúlka sem er að reyna að finna sig og á í vandræðum með kynhneigð sína. Í frítíma sínum skrifar hún svokallað „fanfiction“ eða aðdáendaskáldskap um hljómsveitina One Directon.

Slíkar sögur voru, og eru enn, vinsælar hjá ungum aðdáendum hljómsveitarinnar. Einn vinsælasti söguþráðurinn á slíkum síðum snerist um leynilegt ástarsamband tveggja hljómsveitarmeðlima, þeirra Harry Styles og Louis Tomlinson. Þessir draumórar aðdáenda leiddu til þess að paranafnið Larry Stylinson náði miklu flugi.

Í þriðja þætti þáttanna er fylgst með Kat skrifa slíka sögu og fer hún í nákvæmar lýsingar á ástaratlotum þeirra. Þá sjást teiknimyndafígúrur, teiknaðar eftir söngvurunum, leika þær eftir.

Aðalleikkonur þáttanna. Barbie Ferreira, lengst til hægri, fer með hlutverk Kat í þáttunum.Vísir/Getty

„Það var ekki haft samband við mig“

Eftir sýningu þáttarins var atriðið mikið rætt á samfélagsmiðlum og spurði einn aðdáandi Tomlinson hvort þeir hefðu samþykkt atriðið.

„Ég ætla bara að sitja og vona að þeir hafi samþykkt þetta af einhverri ástæðu því þeir hljóta að hafa þuft [að samþykkja þáttinn] til þess að hann yrði sýndur,“ skrifar aðdáandinn og sagðist sannfærð um að það væri Tomlinson ekki að skapi.





Tomlinson svaraði færslunni og sagði að framleiðendur höfðu ekki haft samband við hann og hann hafi þar af leiðandi aldrei samþykkt atriðið.





Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði leikkonan Barbie Ferreira, sem fer með hlutverk Kat í þáttunum, atriðið endurspegla raunveruleika margra unglinga á þessum aldri, sérstaklega þeirra sem voru ungir á sama tíma og One Direction var á hápunkti ferilsins. Hún hafi sjálf tengt við atriðið og því hafi verið mikilvægt að hafa það í þáttunum.

„Þegar ég las handritið fyrst, þetta var það fyrsta sem stóð upp úr fyrir mig því ég get tengt við þetta sem 22 ára gömul kona sem upplifði þetta One Direction tímabil. Þetta er mikill veruleiki fyrir mjög marga, það eru svo mörg börn og unglingar sem eru aðdáendur og hafa þennan heim sem þeir flýja í,“ sagði Ferreira.

Euphoria eru sýndir á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Sá þáttur sem um ræðir er á dagskrá næsta fimmtudag klukkan 22:05.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×