Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:39 Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. Vísir/ap Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19