Parið hefur verið saman í nokkur ár, þau trúlofuðu sig í ágúst 2017 og munu gifta sig þann 27. júlí næstkomandi. Sem stendur eru þau stödd í Hong Kong þar sem Vesturport er að setja upp Hróa Hött í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar og Selmu Björnsdóttur en Salka Sól samdi einmitt tónlistina fyrir sýninguna.
Loksins er einn lítill lurkur á leiðinni hjá okkur það sem þetta barn er velkomið í heiminn. Getum ekki beðið eftir því að verða fjölskylda @arnarfreirpic.twitter.com/bWkzl0nDyp
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 2, 2019
Í Twitter-færslu Sölku Sólar segir að barnið sé meira en velkomið í heiminn og þau geti ekki beðið eftir því að verða fjölskylda.
Það má því segja að von sé á litlu tónlistarundri en Arnar Freyr er hluti af rapptvíeykinu Úlfur Úlfur og Salka Sól hefur komið víða við, bæði á sviði og í tónlist, en hún er í hljómsveitum á borð við Reykjavíkurdætur og Amabadama og var einn þjálfaranna í þættinum The Voice.