Ástand allra skólanna í borginni verði metið Ari Brynjólfsson skrifar 3. júlí 2019 07:15 Valgerður Sigurðardóttir segir sér hafa komið á óvart að sjá í fjölmiðlum að Fossvogsskóli væri verr farinn en fyrst var talið. Fréttablaðið/Valli „Það þarf að endurmeta ástand og viðhaldsþörf alls skólahúsnæðis sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Ástandið er óviðunandi alltof víða. Þetta mun kosta gríðarlega fjármuni og því þarf að endurskoða fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, enda ekki nokkur von til þess að hún muni standast,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Dregið var úr viðhaldi á byggingum í eigu Reykjavíkurborgar á árunum eftir hrun. Í fyrra var fyrsta árið þar sem fjármunir fóru yfir viðmiðunarfjárhæð borgarinnar. „Ég hef fengið gögn frá einum af fjármálastjórum borgarinnar sem sýna það svart á hvítu að óunnið en uppsafnað viðhald hjá Reykjavíkurborg var yfir fimm milljarðar árið 2017, þar af voru þrír milljarðar hjá Skóla- og frístundasviði. Þetta þýðir að þrír milljarðar hafa verið teknir af skólunum sem hefðu átt að fara í viðhaldskostnað en skiluðu sér ekki,“ segir Valgerður. „Af framkvæmdu viðhaldi síðustu 10 ár hefur einn þriðji verið eignfærður sem hækkar stofnverð og þar með innri leigu um ókomin ár. Þetta er viðhald sem rétt væri að gjaldfæra en ekki eignfæra. Þetta er einfaldlega bókhaldsbrella til að reyna að fegra ástandið í viðhaldsmálunum.“ Valgerður segir að bætt hafi verið við viðhaldsfé en það hafi ekki komið til af góðu. „Fossvogsskóli er nánast ónýtur. Miklar framkvæmdir standa yfir í Breiðholtsskóla vegna myglu. Seljaskóli er lokaður og þar verður ekki hægt að hefja kennslu í haust. Börn í Dalskóla fá samlokur fram til jóla því þar vantar mötuneyti. Nýjast er að í Gufunesi þarf að fá fleiri gámaeiningar því aðstaðan er óviðunandi. Það þarf að bæta við viðhaldsfé af illri nauðsyn.“ Vill Valgerður að í stað þess að skólastjórnendur þurfi sjálfir að ganga á eftir skoðun verði farið í markvissa úttekt og sýnatöku í skólum og öðru húsnæði borgarinnar. Valgerður segir að hún hafi misst traust á upplýsingagjöf borgarinnar. „Við borgarfulltrúar lásum það í fréttum að staðan í Fossvogsskóla er mun verri en okkur var sagt. Það var nýbúið að kynna þetta fyrir okkur, þá var okkur sagt að allt væri í góðu og kennsla hæfist í haust. Þetta er í þriðja skiptið sem ég frétti það í fjölmiðlum að staðan er verri en á horfðist.“ Fær það hana til að spyrja sig hvað komi næst upp á yfirborðið. „Við vitum að frístundamiðstöðvar og leikskólar eru mjög víða í slæmu húsnæði. Það kæmi ekki á óvart að þessir fimm milljarðar í uppsöfnuðu viðhaldi séu bara toppurinn á ísjakanum. Ég vil bara fá að vita hvað vandinn er stór og ráðast í að laga það sem laga þarf, “ segir Valgerður Sigurðardóttir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
„Það þarf að endurmeta ástand og viðhaldsþörf alls skólahúsnæðis sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Ástandið er óviðunandi alltof víða. Þetta mun kosta gríðarlega fjármuni og því þarf að endurskoða fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, enda ekki nokkur von til þess að hún muni standast,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Dregið var úr viðhaldi á byggingum í eigu Reykjavíkurborgar á árunum eftir hrun. Í fyrra var fyrsta árið þar sem fjármunir fóru yfir viðmiðunarfjárhæð borgarinnar. „Ég hef fengið gögn frá einum af fjármálastjórum borgarinnar sem sýna það svart á hvítu að óunnið en uppsafnað viðhald hjá Reykjavíkurborg var yfir fimm milljarðar árið 2017, þar af voru þrír milljarðar hjá Skóla- og frístundasviði. Þetta þýðir að þrír milljarðar hafa verið teknir af skólunum sem hefðu átt að fara í viðhaldskostnað en skiluðu sér ekki,“ segir Valgerður. „Af framkvæmdu viðhaldi síðustu 10 ár hefur einn þriðji verið eignfærður sem hækkar stofnverð og þar með innri leigu um ókomin ár. Þetta er viðhald sem rétt væri að gjaldfæra en ekki eignfæra. Þetta er einfaldlega bókhaldsbrella til að reyna að fegra ástandið í viðhaldsmálunum.“ Valgerður segir að bætt hafi verið við viðhaldsfé en það hafi ekki komið til af góðu. „Fossvogsskóli er nánast ónýtur. Miklar framkvæmdir standa yfir í Breiðholtsskóla vegna myglu. Seljaskóli er lokaður og þar verður ekki hægt að hefja kennslu í haust. Börn í Dalskóla fá samlokur fram til jóla því þar vantar mötuneyti. Nýjast er að í Gufunesi þarf að fá fleiri gámaeiningar því aðstaðan er óviðunandi. Það þarf að bæta við viðhaldsfé af illri nauðsyn.“ Vill Valgerður að í stað þess að skólastjórnendur þurfi sjálfir að ganga á eftir skoðun verði farið í markvissa úttekt og sýnatöku í skólum og öðru húsnæði borgarinnar. Valgerður segir að hún hafi misst traust á upplýsingagjöf borgarinnar. „Við borgarfulltrúar lásum það í fréttum að staðan í Fossvogsskóla er mun verri en okkur var sagt. Það var nýbúið að kynna þetta fyrir okkur, þá var okkur sagt að allt væri í góðu og kennsla hæfist í haust. Þetta er í þriðja skiptið sem ég frétti það í fjölmiðlum að staðan er verri en á horfðist.“ Fær það hana til að spyrja sig hvað komi næst upp á yfirborðið. „Við vitum að frístundamiðstöðvar og leikskólar eru mjög víða í slæmu húsnæði. Það kæmi ekki á óvart að þessir fimm milljarðar í uppsöfnuðu viðhaldi séu bara toppurinn á ísjakanum. Ég vil bara fá að vita hvað vandinn er stór og ráðast í að laga það sem laga þarf, “ segir Valgerður Sigurðardóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira