Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 15:23 Uppsagnir hjá Íslandspósti eiga að beinast að millistjórnendum á skrifstofu en ekki starfsfólki á pósthúsum eða í dreifikerfinu. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspóst, sendi starfsmönnum fyrirtækisins póst í morgun og boðaði uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Tilkynnt var um að framkvæmdastjórum yrði fækkað úr fimm í þrjá og að fyrirtækið flytti í ódýrara húsnæði í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Birgir að yfirbygging fyrirtækisins sé of þung og launakostnaður í stjórnunarlaginu úr takti við raunverulegar aðstæður í rekstrinum. Hann hafi sent öllum starfsmönnum póst um næsta fasa aðhaldsaðgerða svo að þeir þyrftu ekki að lesa um þær fyrst í fjölmiðlum. Í póstinum segir hann að stefnt sé að því að ljúka uppsögnunum í sumar. Spurður út í umfang uppsagnanna segist Birgir ekki geta gefið upp nákvæma tölu. „Þetta er auðvitað hlutfallslega umtalsvert hlutfall af þeim sem vinna hérna á skrifstofunni, millistjórnendur og aðrir. Ég er ekki að tala um fólk á pósthúsunum eða dreifikerfinu. Ég er að tala um yfirbygginguna,“ segir hann. Ráðist verður í frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins en Birgir segir að þær eigi ekki að skerða þjónustu fyrirtækisins eða koma niður á viðskiptavinum. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspóst, sendi starfsmönnum fyrirtækisins póst í morgun og boðaði uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Tilkynnt var um að framkvæmdastjórum yrði fækkað úr fimm í þrjá og að fyrirtækið flytti í ódýrara húsnæði í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Birgir að yfirbygging fyrirtækisins sé of þung og launakostnaður í stjórnunarlaginu úr takti við raunverulegar aðstæður í rekstrinum. Hann hafi sent öllum starfsmönnum póst um næsta fasa aðhaldsaðgerða svo að þeir þyrftu ekki að lesa um þær fyrst í fjölmiðlum. Í póstinum segir hann að stefnt sé að því að ljúka uppsögnunum í sumar. Spurður út í umfang uppsagnanna segist Birgir ekki geta gefið upp nákvæma tölu. „Þetta er auðvitað hlutfallslega umtalsvert hlutfall af þeim sem vinna hérna á skrifstofunni, millistjórnendur og aðrir. Ég er ekki að tala um fólk á pósthúsunum eða dreifikerfinu. Ég er að tala um yfirbygginguna,“ segir hann. Ráðist verður í frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins en Birgir segir að þær eigi ekki að skerða þjónustu fyrirtækisins eða koma niður á viðskiptavinum.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00