Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:16 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26