Vill endurskoða framkvæmd útlendingalaganna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 20:13 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu. Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann. Hún segir tilefni fundarins hafa meðal annars verið um fyrirætlan þeirra að endurhugsa þverpólitísku útlendinganefndina sem sett var á laggirnar árið 2014, „til dæmis með því að bæta inn í hana fulltrúa barnamálaráðherra og endurskoða almennt hlutverk hennar. Út frá þessu höfum við rætt að rýna ákveðna þætti betur,“ skrifa Þórdís Kolbrún. Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu. Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann. Hún segir tilefni fundarins hafa meðal annars verið um fyrirætlan þeirra að endurhugsa þverpólitísku útlendinganefndina sem sett var á laggirnar árið 2014, „til dæmis með því að bæta inn í hana fulltrúa barnamálaráðherra og endurskoða almennt hlutverk hennar. Út frá þessu höfum við rætt að rýna ákveðna þætti betur,“ skrifa Þórdís Kolbrún.
Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09